Fatlaðir 18 ára og eldri

Já og jæja... Nú er rúmur mánuður síðan ég skrifaði eitthvað hér... Ný stjórn hvað er það... búin að senda mail og tala í síma við aðstoðarmenn og engin svara spurningum mínum um rétt fatlaðra. Mín niðurstaða í þessu máli er ... hugsum vel um dýrin okkar .. förum illa með hinn venjulega borgara .. og trúum því að fatlaðir, fjölfatlaðir, þroskaskertir eru ekki til og við viljum ekki vita af þeim...  Nei nú ætla ég ekki að gefast upp...þessir vinir mínir eiga rétt á að öryggi þeirra sé gætt...og ég gefst ekki upp að fá réttlætinu fullnægt... Smile

Hverjir munu stjórna Íslandi ?

Jæja nú eru kostningar á morgun og sárnar mér að 1 flokkur hefur haft samband og sýnt þessu málefni áhuga. Svo mitt atkvæði fer eitthvert á morgun... En nú er bara að bíða og sjá hverjir fara á þing og ráðuneyti og byrja þá aftur að berjast fyrir vini mína. Ég læt svo aftur í mér heyra þegar allir eru komnir á sinn stað og þá skal ég fara að berjast á nýjan leik... Svo enn er spurningin árið 2009 eru dýrin okkar merkilegri en einstaklingarnir ??? Góða kostningahelgi Smile

Afhverju ?

Afhverju hafa engir áhuga á málefnum fatlaðra 18 ára og eldri ? Mér finnst ég vera ein á Íslandi sem hef einhvern áhuga að stjórn þessa lands skoði rétt þeirra.  Frown

Fatlaðir

Nú er ég búin að hringja í alla flokkana og engin hefur áhuga á fötluðum 18 ára og eldri.  Tölum um að brjóta ekki á neinum. Þessir háu herrar og konur eru allir jafn undrandi á mínum upplýsingum en þetta mál sem mér brennur á svo þungt á brjósti þekkir enginn. Félagsmálaráðuneytið vísar á Svæðissk. Rvíkur en þeir vísa til baka svo mig grunar að þessir tveir viti ekki heldur um þetta. En mér sýnist á öllu að enginn hafi áhuga á þessu málefni svo ég held bara áfram að reyna koma þessu á framfæri. Nú er bara fara aðrar leiðir. Það er skömm fyrir okkur Íslendinga að dýrin hafi meiri rétt en þessir vinir mínir. Fatlaðir 18 ára og eldri eiga allavega að hafa sama rétt og dýrin okkar en að mínu mati mun meiri rétt.  Gleðilegt sumarInLove

Fatlaðir 18 ára og eldri...

Jæja nú skal ég skýra mál mitt...

Þannig er að einn lítill hreindýrskálfur á sveitabæ einum á að drepa ef fólkið fær ekki leyfi fyrir honum. Reka hundaleikskóla þarf leyfi. Vera með hund á heimili sínu þarf leyfi. Afhverju þarf ekki leyfi til að reka sumarbúðir fyrir fatlaða 18 ára og eldri? Þetta eru lifandi mannverur Woundering Ég skil þetta ekki en ef einhver skilur þetta má sá hinn sami útskýra það fyrir mér. Eigið öll góðan dag Smile


Fatlaðir 18 ára og eldri

Ég er að velta fyrir mér AFHVERJU ekki þarf leyfi til að reka sumarbúðir fyrir fatlaða 18 ára og eldri með allar þær fatlanir sem til eru sem eru óteljandi ?   Er ekki árið 2009 í dag eða er ég eitthvað að ruglast ?  Stöndum nú með þeim sem minna mega sín og opnum þessa umræðu Smile

Um bloggið

Guðrún Geirsdóttir

Höfundur

Guðrún Geirsdóttir
Guðrún Geirsdóttir
Mig langar að berjast fyrir rétti fatlaðra 18 ára og eldri...
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband